top of page
SUMARHÚS VIÐ ÞINGVALLAVATN
Húsið stendur á bökkum þingvallavatns. Skipulagsskilmálar voru mjög strangir og leyfðu takmarkað byggingarmagn. Því skipti það miklu máli að húsið mætti "stækka" út á skjólsæla verönd sem væri í góðum tengslum við helstu rými hússins, þar sem hægt væri að sitja utandyra í skjóli snemmsumars og fram á haust. Mikil áhersla var lögð á óhindrað útsýni og að hægt væri að bjóða stórfjölskyldu og vinum í matarboð. Svefnherbergi eru þrjú og svefnloft eða sjónvarpsrými. Eldhús/borðstofa tengir saman stofu og svefnherbergisálmu, en úr borðstofunni er hægt að opna út á veröndina með stórri rennihurð. Húsið er klætt með lerki sem leyft hefur verið að grána. Húsið var tilnefnt til íslensku byggingarlistaverðlaunanna.
bottom of page