top of page
GUFUNESKIRKJUGARÐUR
 

Brú yfir vatn, ferðalag yfir móðuna miklu.

 

MARKMIÐ

Að hanna látlausa en um leið virðulega byggingu óháða straumum tískunnar, sem samsamast landinu bæði í efni og formi, þar sem öllum, hverrar trúar sem þeir kunna að vera, finnst gott að koma saman til að kveðja látna ástvini og samferðamenn.

“Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum” Fegurð himinsins H Laxnes

Jarðneskt mannvirki, sem í einfaldleik sínum eignast hlutdeild í himninum.

 

ALMENN LÝSING

Hringur ( tákn eilífðarinnar, án upphafs og enda ) er dreginn utan um kirkjugarðinn.   Byggingunni er fundinn staður efst á Hallsholti og þar verður hún hluti af áður nefndum hring.  Bogadreginn veggur, hluti af hringnum, afmarkar bygginguna til suðurs og skýlir fyrir umferðinni frá Hallsvegi. 

 

Byggingin skiptist í þjónustuhluta, sem liggur upp að bogadregnum veggnum og stök hús, einföld í formi umlukin grunnu vatni.  Helstu rými eru með gluggum, sem ná niður að gólfi og opna útsýn yfir vatnið. Slíkar aðstæður eru vel til þess fallnar að veita syrgjendum tóm til að dreifa huganum á erfiðri stund.  Um þakgluggana seytlar mjúk birtan niður eftir veggjum athafnarýma og samkomusalar.  Þegar horft er út  til norðurs sést Esjan“innrömmuð” í  fjarska.

 

EFNISVAL

Pýramídarnir í eyðimörkinni og kastalar miðalda eru hluti af landinu og eru næstum því eilífir.  Höfundar þessarar tillögu vilja ná fram hliðstæðum áhrifum og til þess hafa þeir valið móbergslitaða sjónsteypu í veggi og gólf.  Mjúkir mótaflekar munu gera yfirborð steypunnar ójafnt og margbreytilegra þar sem sólin og birtan leggja sitt af mörkum (Claro-oscuro).   Í loftum er eik sem er hlýleg og bætir hljómburð.  Innréttingar og húsgögn eru einnig úr eik. Ofan á þökum er grjótmulningur.  Zeppelin arkitektar leituðust við að halda fjölda efna í lágmarki til þess að auka á kyrrðina við bygginguna. 

 

bottom of page