top of page
GARÐATORG
Arkitektastofan tók þátt í arkitektasamkeppni um skipulag Garðatorgs í Garðabæ. Tillagan hlaut 2. verðlaun. Markmiðið var að skapa opið, bjart og skjólsælt torg, samveruvettvang Garðbæinga.
Lagt var til að byggt yrði fyrir ósamstæð húsin sem fyrir eru á torginu og að safnahús yrði byggt næst húsum á Flötunum. Vífilsstaðavegur er færður til og liggur samkvæmt tillögunni á milli safnahússins og torgsins. Þannig munu vegfarendur njóta óskerts útsýnis yfir torgið og geta fylgst með tilfallandi viðburðum. Safnahúsið myndar skjól frá umferðarhávaða og norðlægum vindum fyrir húsin á Flötunum.
bottom of page